Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2022

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákvað á fundi sínum að veita annarsvegar viðurkenningu fyrir lögbýli ársins og hinsvegar fyrir lóð og umhverfisvænan lífstíl.

Björgvin Helgason ábúandi og eigandi Garðshorns í Kræklingahlíð hlaut umhverfisverðlaun Hörgársveitar fyrir lögbýli ársins.

Erla Ágústsdóttir og Garðar Steinsson íbúar í Skógarhlíð 15 hlutu umhvefishverfisverðlaun Hörgársveitar fyrir fallega lóð og einkar umhverfisvænan lífstíl.

Sveitarstjórn Hörgársveitar færði þeim verðlaunin fimmtudaginn 8. september.

Til hamingju Björgvin, Erla og Garðar.