Umhverfisverðlaun Hörgársveitar 2020

Á fundi Skipulags og umhverfisnefndar í janúar s.l var ákveðið að veita eigendum Syðri-Bægisár umhverfisverðlaun Hörgársveitar árið 2020.
Sveitarstjórn Hörgársveitar færði þeim verðlaunin  föstudaginn 12.júní 2020 á 10 ára afmælisdegi Hörgarsveitar. Við óskum þeim Helga Bjarna og Rögnu Möggu innilega til hamingju með verðskulduð verðlaun.