Um skipan skólamála

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að gerð yfirlits yfir kosti og galla á breyttri skipan skólamála í sveitarfélaginu, s.s. að reka grunnskóla og leikskóla í einni stofnun og/eða samnýta húsnæði fyrir bæði skólastigin. Í yfirlitinu er gerð grein fyrir þremur valkostum í þessum efnum, í fyrsta lagi að mynduð verði ný fræðslustofnun með tveimur deildum í húsnæði Þelamerkurskóla, í öðru lagi að mynduð verði ný fræðslustofnun með tveimur deildum, í Þelamerkurskóla og á Álfasteini með einni yfirstjórn og í þriðja lagi að gerður verði samningur við Akureyrarbæ um leikskóladvöl 1-4 ára barna en 5 ára börn gangi í Þelamerkurskóla. Yfirlitið hefur verið kynnt starfsfólki skólanna, í fræðslunefnd og í sveitarstjórn. Miðvikudaginn 12. mars verður yfirlitið kynnt á íbúafundi í Hlíðarbæ. Það má lesa í heild með því að smella hér.