Um fáklædda bændur

Hjá Leikfélagi Hörgdæla er verið að æfa leikritið "Með fullri reisn", á ensku Full Mounty. Í fréttum í síðustu viku kom fram að bráðlega komi út dagatal með myndum af bændum, sem taka þátt í leikritinu. Á sýnishornum af myndunum kemur fram að þeir verða þar fremur fáklæddir.

Arnsteinn Stefánsson í Stóra-Dunhaga orti að þessu tilefni:

Ýmsir núna gerast glaðir

góða nýjung þá ég veit,

að búskap stunda berlæraðir

bændurnir í Hörgársveit.

Frumsýning verður 3. mars nk.

Hér á heimasíðunni er nokkurt safn vísna eftir hagyrðinga sem eiga heima í sveitarfélaginu, eða hafa átt þar heima um skeið, sjá hér. Söfnun á fleiri slíkum vísum stendur yfir og viðbætur við safnið eru vel þegnar.