Tillaga um breytingu á aðalskipulagi

Auglýst hefur verið tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hörgárbyggðar 2006-2026, sem felur í sér að minniháttar byggingar vegna veitumannvirkja þurfi ekki að sýna að aðalskipulaguppdrætti. Auglýsinguna má lesa hér.

Þessi tillaga að breytingu á gildandi aðalskipulagi er til komin vegna óskar um leyfi til að reisa við heimreiðina að Skjaldarvík litla dælustöð fyrir aðveituæð hitaveitu frá Hjalteyri til Akureyrar. Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem gerir ráð fyrir dælustöðinni. Hún verður auglýst formlega þegar ofangreind aðalskipulagsbreyting hefur tekið gildi.