Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Fögruvíkur í Hörgársveit

Sveitarstjórn Hörgársveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fögruvíkur í Hörgársveit samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst m.a. í að bæta við einu frístundahúsi, einu afgreiðsluhúsi ásamt því að þjónustuhús/starfsmannahús verður varanlegt á skipu-lagssvæðinu. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 29. nóvember 2016 til og með 10. janúar 2017. Tillagan verður einnig aðgengileg á heimasíðu Hörgársveitar á www.horgarsveit.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Hörgársveitar í Þelamerkurskóla, 601 Akureyri, eða á netfangið snorri@horgarsveit.is í síðasta lagi þann 10. janúar 2017.

Sveitarstjóri Hörgársveitar

 

Tillöguna má sjá hér