Tilboð opnuð
13.03.2014
Í dag voru opnuð tilboð í endurbætur í Þelamerkurskóla, þ.e. stækkun anddyris, endurgerð á tveimur kennslustofum o.fl. Tvö tilboð bárust í verkið, frá Bjálkanum og flísinni ehf. að upphæð 61,1 millj. kr. og frá ÁK-smíði ehf. að upphæð 75,8 millj. kr. Kostnaðaráætlun er 58,0 millj. kr.
Tilboðin verða yfirfarin af hönnuðum og að því loknu lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.