Þorrablótin standa yfir

Um síðustu helgi var hið árlega þorrablót á Melum í Hörgárdal í hefðbundnum stíl, gestirnir komu með trogin sín fleytifull af gómsætum þorramat og hljómsveit Geirmundar sveiflukóngs sá um fjörið.

Næsta laugardag er svo þorrablót Hörgárbyggðar í Hlíðarbæ. Þar munu gestir að öllum líkindum skemmta sér yfir sögum úr sveitinni og með söng og dansi. Um dansfjörið sér hljómsveit Birgis Arasonar, sem kann svo sannarlega á sveifluna. Á þorrablótunum sannast jafnan að "maður er manns gaman", þau eru ómissandi þáttur í félagslífinu.