Þelamerkurskóli settur.

Í gær, miðvikudaginn 24. ágúst, var Þelamerkurskóli settur.  Skólastarf hefst með hefðbundunum hætti í dag, þann 25. ágúst.

Í skólanum eru 92 nemendur og er það fækkun frá fyrra skólaári, en þá voru nemendur 98.  Stór árgangur lauk 10. bekk s.l. vor en mjög lítill árgangur kemur inn nú í haust, en aðeins tveir nemendur hefja nám í 1. bekk.  Tveir nemendur sem voru í 9. bekk í fyrra fóru í MA, í nýja deild þar.  Nokkuð er um að fólk hafi flutt í sveitarfélagið á árinu og einhverjir hafa flutt í burtu þannig að það koma fleiri nýir nemendur inn í skólann en í 1.bekk.

Nokkur endurnýjun er í liði kennara en skólastjórnendur annað starfsfólk skólans er það sama og í fyrra.

 

                                                                            HAErl.