Þelamerkurskóli í öðru sæti

hlaupagarpar

Margmenni undir merkjum Þelamerkurskóla mætti á Þórssvæðið til að taka þátt í 1. maí hlaupi UFA. Liðlega helmingur nemenda keppti þar fyrir hönd skólans og einnig allnokkrir foreldrar.

 

Margmenni undir merkjum Þelamerkurskóla mætti á Þórssvæðið til að taka þátt í 1. maí hlaupi UFA. Liðlega helmingur nemenda keppti þar fyrir hönd skólans og einnig allnokkrir foreldrar.

Í flokki fámennra skóla í skólahlaupinu lenti Þelamerkurskóli í öðru sæti með rúmlega 50% þátttöku nemenda en Hríseyjarskóli sigraði með 81,8% þátttöku. Í flokki skóla með 100 nemendur eða fleiri sigraði Oddeyrarskóli með 11,5% þátttöku og í öðru sæti var Giljaskóli með 10,4% þátttöku, Lundarskóli var svo í þriðja sæti með 7,8% þátttöku.

Foreldrar nemenda fylgdu börnum sínum í hlaupið og tóku þar með þátt í því að skapa skemmtilega og spennandi keppni.