Sveitarstjóraskipti

Í gær var fyrsti vinnudagur Guðmundar Sigvaldasonar á skrifstofu Hörgárbyggðar. Hann tók þá við starfi sveitarstjóra Hörgárbyggðar af Helgu A. Erlingsdóttur, sem gegndi starfinu frá haustinu 2002. Helgu eru þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins. Henni fylgja góðar óskir um skjótan bata og velfarnað í framtíðinni.