Svæðisskipulagstillaga samþykkt

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur samþykkt tillögu að svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024.  Nefndin hefur jafnframt sent tillögu sína til afgreiðslu Skipulagsstofnunar.  

Í kjölfar auglýsingar á tillögunni til athugasemda bárust athugasemdir frá þremur aðilum. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni. Athugasemdir við tillöguna og umsagnir nefndarinnar við þær má nálgast á vefsíðunni www.esveit.is. Nánar í auglýsingu, sjá hér til vinstri.