Sundlaugin á Þelamörk opnar í dag

Klukkan 17:00 í dag verður sundlaugin á Þelamörk opnuð að nýju eftir viðgerðir sem þar hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Skipta þurfti um gallað efni sem er undir flísum á sundlaugarbakkanum.

Jónasarlaug á Þelamörk er mjög fjölsótt sundlaug, enda ætíð heit og notaleg. Undanfarin ár hafa árlega komið yfir 50 þúsund gestir í hana.