Sundlaugin á Þelamörk endurbætt

Nú stendur yfir hönnun á umfangsmiklum endurbótum á sundlauginni á Þelamörk. Byggt verður nýtt lagnahús með nýjum stýringum og hreinsibúnaði. Tveir nýir heitir pottar koma við sundlaugina, og auk þess nýtt eimbað. Sundlaugarkerið sjálft verður endurbætt á ýmsan hátt. Sundlaugin hefur lengi verið mjög vinsæll áningarstaður, enda hefur þjónusta þar verið rómuð og ekki spillir hið fagra umhverfi sem hún er í. Eftir endurbæturnar verður hún enn eftirsóknarverðari.

Áætlað er að framkvæmdirnir verði boðnar út um miðjan maí.