Sumardagskrá Leikhússins

Sumardagskrá Leikhússins á Möðruvöllum er komin út. Á henni eru sex mjög áhugaverðir viðburðir. Sá fyrsti er fimmtudaginn 11. júní. Þá verður Þóroddur Sveinsson með fyrirlestur og myndasýningu um sögu og umhverfi Möðruvalla. Síðan verða viðburðirnir á tveggja vikna fresti til 20. ágúst þegar Guðrún Jónsdóttir verður með sögubrot um fjölskyldu hennar og Möðruvelli. Dagskráin í heild er hér.