Starfsmenn láta af störfum

Um síðastliðin mánaðamót var starf menningar- og atvinnumálafulltrúa hjá Hörgársveit lagt niður. Starfinu gegndi Skúli Gautason. Í dag lauk starfstíma Hjalti Jóhannessonar á skrifstofu Hörgársveitar, en undanfarna mánuði hefur hann gegnt starfi sveitarstjóra í forföllum Guðmundar Sigvaldasonar.

Skúla og Hjalta eru þökkuð störf þeirra í þágu sveitarfélagsins, sem þeir ræktu af áhuga og samviskusemi.