Stækkun anddyris í Þelamerkurskóla

Framkvæmdir við stækkun anddyris Þelamerkurskóla eru í fullum gangi. Búið að steypa sökkla, súlu og veggi, auk hluta af bitum. Uppsláttur undir þakplötu stendur yfir. Á næstu dögum verður lokið við að steypa bita og þakplötu og í framhaldi af því verður byrjað á endurbótum á A-álmu. Fyrsti áfangi þeirra verður að fjarlægja vegginn milli gangs og kennslustofa 1 og 2 og að fjarlægja gólf-klæðningu framan við þær stofur. Verktaki er Bjálkinn og flísin ehf. á Akureyri.