Sr. Solveig Lára kjörin vígslubiskup

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var kjörin vígslubiskup á Hólum. Hún hlaut 96 atkvæði í síðari hluta kosninganna, en sr. Kristján Björnsson hlaut 70 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 8.

Sr. Solveig Lára verður vígð í embætti á Hólahátíð, þ. 12. ágúst nk. af  biskupi Íslands, sr. Agnesi M. Sigurðardóttur .

Sr. Solveig Lára hefur verið sóknarprestur að Möðruvöllum í Hörgárdal frá árinu 2000 og hefur búið þar ásamt eiginmanni sínum, sr. Gylfa Jónssyni.