Sparkvöllur vígður

Sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla var vígður á föstudaginn. Völlurinn var byggður sumarið 2007 og var að mestu tilbúinn í október um haustið. Helstu verkþættir við völlinn voru unnir af Malar- og efnissölunni Björgum ehf., Ásgeiri Hallgrímssyni, pípulagningameistara, og Girði ehf.

Axel Grettisson, oddviti Arnarneshrepps, gerði grein fyrir byggingu vallarins, þakkaði styrktaraðilum fyrir stuðninginn við bygginguna og óskaði nemendum skólans og íbúum á skólasvæðinu, sem nær yfir Arnarneshrepp og Hörgárbyggð, til hamingju með sparkvöllinn. Vignir Már Þormóðsson, stjórnarmaður í KSÍ, flutti ávarp og fagnaði hversu vel hefði tekist til með byggingu sparkvallarins, eins og raunar annars staðar á landinu.

Nú eru komnir alls 111 sparkvellir, dreifðir um allt land. Loks óskaði hann krökkunum í Þeló og öðru heimafólki til hamingju með glæsilegan völl.

Formleg opnun sparkvallarins fór fram með borðaklippingu, sem Anna Lind Logadóttir í 1. bekk og Arnór Ingi Helgason í 2. bekk sáu um. Síðan afhenti Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður útbreiðslunefndar KSÍ, nemendum Þelamerkurskóla fullan poka af boltum. Vallarráð skólans tók við boltunum. Í því eru fulltrúar 5.-10. bekkja, þau Ásta Magnea Einarsdóttir, Ágúst Heiðar Hannesson, Sigmar Valdimarsson, Karl Stefánsson, Linda Líf Harðardóttir og Brynjar Logi Magnússon. Að lokum fór vígsluleikur vallarins fram. Hann var milli liða þar sem blandað hafði verið saman aldurshópum og kynjum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arnór Ingi Helgason og Anna Lind Logadóttir klippa á borða

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vallarráð tekur við boltapoka, ráðsmenn f.v.: Ásta Magnea Einarsdóttir, Ágúst Heiðar Hannesson, Sigmar Valdimarsson, Karl Stefánsson, Linda Líf Harðardóttir og Brynjar Logi Magnússon 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v.: Ingileif Ástvaldsdóttir, Jón Þór Brynjarsson, Axel Grettisson,

Jóhanna María Oddsdóttir, Árni Arnsteinsson, Vignir Már Þormóðsson, Guðlaugur Gunnarsson, Fjóla Björk Karlsdóttir