Sparkvöllur við Þelamerkurskóla

Í upphafi þessa árs ákváðu Hörgárbyggð og Arnarneshreppur að byggður verði sparkvöllur við Þelamerkurskóla á árinu 2007. Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn fyrir næsta haust.

Sparkvöllurinn er hluti af átaki Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) um slíka velli, sem byrjaði árið 2004. KSÍ leggur fram fyrsta flokks gervigras og heimamenn standa straum af öðrum kostnaði. Búið er að byggja nálægt 70 sparkvelli í þessi átaki og allmargir eru áætlun á næsta ári. E.t.v. verður sparkvöllurinn við Þelamerkurskóla sá 100. á landinu.