Sparkvöllur og ný leiktæki

Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á frágang kringum sparkvöll og ný leiktæki á skólalóð Þelamerkurskóla. Framkvæmdirnir hafa staðið yfir í frá því í júní og gjörbreyta aðstöðu til íþróttaiðkunar og hreyfingar nemenda, sbr. frétt á heimasíðu skólans, smella hér, um verkefnið Hreyfing, heilsa og hollusta. Það verkefni teygir anga sína víða í skólastarfinu en meginstarfsemi þess fer

fram í tveimur síðustu kennslustundunum á föstudögum.

Með tilkomu vallarins er hægt að bjóða uppá hreyfiþjálfun á þremur stöðum í einu. Á föstudögum er nemendum í 1.-6. bekk skipt í þrjá hópa og fer þá hver hópur um sig í hreyfiþjálfun af einhverju tagi. Einn þeirra nýtir sundlaugina, annar íþróttahúsið og sá þriðji gervigrasvöllinn og leikvöll skólans. Hver hópur fær leiðsögn. Annar íþróttakennara skólans, Inga S. Matthíasdóttir sér um einn hópinn, Ari H. Jósavinsson, frjálsíþróttaþjálfari hjá Ungmennafélaginu Smáranum, leiðbeinir einum hópnum og þeim þriðja skiptast nemendur í 8. bekk á að leiðbeina.