Söfnun ónýtra hjólbarða

Á mánudaginn, 5. maí, verður öllum hjólbörðum í Hörgárbyggð, sem hafa lokið hlutverki sínu, safnað saman og settir í endurvinnslu. Hjólbarðana á að setja á áberandi stað nálægt vegi, þar sem auðvelt er fyrir kranabíl að ná þeim. Ef betur hentar að þeir séu sóttir heim að bæ, þarf að láta skrifstofu sveitarfélagsins vita um það í tíma.

Skv. lögum er bannað að urða gúmmí og því má ekki setja hjólbarða í gáma fyrir almennan úrgang, t.d. í kör við bæi eða í gámana við Mela og Jónasarlund.