Söfnun á úrgangstimbri

Timburafgangar, brotajárn og hjólbarðar verða sótt í vikunni 23.-27. júní 2025.

Auðvelt þarf að vera að komast að úrganginum á vörubíl og að búið sé að safna því saman á einn stað á hverju býli eða við hverja lóð. Hámarksmagn er einn bíll á hverjum bæ. Ekki má blanda timbri, brotajárni, hjólbörðum né öðrum úrgangi saman. Flokka þarf sér málað og ómálað timbur. Ef flokkun er ábótavant verður timbrið og járnið ekki tekið.

Þau sem vilja losna við timburafganga, brotajárn og hjólbarða þurfa að tilkynna Jonna það fyrir kl. 10:00 föstudaginn 20. júní 2025.
Tölvupóstur: jonni@horgarsveit.is
Þetta verður eina söfnunin á árinu þar sem sveitarfélagið sækir timbur, járn og hjólbarða.