Smárinn fékk félagsmálabikar UMSE

Ársþing UMSE var haldið að Rimum í Svarfaðardal 13. mars 2014.  Á þinginu var að venju veittur Félagsmálabikar UMSE. Bikarinn er veittur af stjórn til þess félags sem talið er hafa staðið sig hvað best varðandi innra starfi félagsins, bæði varðandi íþróttastarf og almennt félagsstarf. Að þessu sinni hlaut Umf. Smárinn bikarinn og tók formaður félagsins, Jónína Garðarsdóttir, við viðurkenningunni úr hendi Óskars Þórs Vilhjálmssonar, fráfarandi formanns UMSE.