Smára-fólk stendur sig vel í íþróttum

Á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 12-14 ára, sem var helgina 14.-15. júlí sl. náði Steinun Erla Davíðsdóttur silfri í 100 m og 800 metra hlaupum og Guðlaug Sigurðardóttir vann brons í 800 m hlaupi. Fleiri góð afrek unnust á mótinu.

Keppendur frá Smárunum í liði UMSE/UFA á landsmóti UMFÍ í Kópavogi fyrr í mánuðinum stóðu sig vel. Verðlaunasæti náðust í stafsetningu, jurtagreiningu og lagt á borð. Ungu krakkarnir í frjálsum íþróttum stóðu sig þar líka vel.

Framundan er Unglingalandsmót UMFÍ á Hornafirði og verður spennandi að fylgjast með árangri krakkanna í Smáranum á því móti.