Sláttur hafinn

Á miðvikudaginn byrjaði sláttur sumarsins í Hörgárbyggð, þegar slegið var á nokkrum bæjum. Tíðin hefur verið góð að undanförnu og spretta því víða orðin ágæt. Auðbrekku- og Þríhyrningsbændur voru að hirða í fyrstu rúllur sumarsins í dag og þá var myndin til vinstri tekin (stærri mynd undir). Þar sést að störfum splunkuný mjög öflug baggavél sem þeir eiga ásamt Stóra-Dunhagabændum.