Skólaslit - nýr skólastjóri

Þelamerkurskóla var slitið á föstudaginn í Hlíðarbæ að viðstöddu fjölmenni.

Dagskrá skólaslitanna var hefðbundin með tónlistaratriðum, ræðu skólastjóra og afhendingu námsmats og viðurkenninga. Önnu Lilju Sigurðardóttur, fráfarandi skólastjóra, var þakkað fyrir samstarf liðinna ára og nýr skólastjóri boðinn velkominn til starfa. Það er Ingileif Ástvaldsdóttir fyrrverandi skólastjóri Húsabakkaskóla.

Frá Þelamerkurskóla útskrifuðust að þessu sinni ellefu nemendur. Verðlaun fyrir hæstu einkunnir í samræmdum greinum í 10. bekk hlutu

Karólína Eir Gunnarsdóttir, Garðshorni Kræklinghlíð, fyrir ensku, íslensku og dönsku, Hafsteinn Jóhannsson, Vindási, fyrir samfélagsfræði og Sigurdís Björg Jónasdóttir, Hlöðum, fyrir stærðfræði og náttúrufræði.

Anna Bára Unnarsdóttir, Skógarhlíð 39, í 8. bekk fékk verðlaun fyrir að fá engan (refsi)punkt á skólaárinu og háttvísiverðlaun skólans fékk Hjálmar Birgir Jóhannsson, Spónsgerði, 10. bekk.

Þelamerkurskóli verður settur að nýju 28. ágúst nk. kl. 10:00.