Skógarganga í Miðhálsstaðaskógi

Skógræktarfélag Eyfirðinga stendur fyrir skógargöngu, sunnudaginn 27. júlí nk. í Miðhálsstaðaskógi í Öxnadal. Lagt verður upp frá bílastæði norðan skógarins kl. 10:30 og mun Bergsveinn Þórsson skógfræðingur leiða hópinn um þennan fallega skóg. Ketilkaffið verður á sínum stað og allir áhugasamir hjartanlega velkomnir.