Skáldvinir Stefáns á Möðruvöllum

Að kvöldi sumardagsins fyrsta verður leiklestur og söngur sem nefnist "Skáldvinir Stefáns á Möðruvöllum" í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Þá verða þátttakendur staddir á Möðruvöllum á sumardaginn fyrsta árið 1901 þar sem Stefán Stefánsson, bóndi, náttúrufræðingur, kennari, alþingismaður og síðar skólameistari, tekur á móti gestum m.a. Ólöfu frá Hlöðum, Guðmundi frá Sandi, Páli J. Árdal og Matthíasi Jochumssyni.

Allir eru hjartanlega velkmnir, kaffiveitingar. Nánar má lesa um þetta með því að smella hér og svo er leikskráin hér