Sjóvarnargarður boðinn út

Siglingastofnun hefur boðið út byggingu um 490 m langs sjóvarnargarðs á Hjalteyri. Tilboðsfrestur er til 11. nóvember nk. Verkinu á að vera lokið um miðjan mars á næsta ári.

Síðast var það í febrúar 2008 sem mikið tjón varð í flóði sem gekk yfir eyrina, þar sem þá vantaði sjóvarnargarð, eins og þann sem nú verður byggður.

Hér sést hvernig umhorfs var eftir flóðið: