Síldin slær í gegn

Sýningar Leikfélags Hörgdæla á leikritinu “Síldin kemur og síldin fer” hafa gengið mjög vel. Það hefur verið sýnt 14 sinnum, alltaf nema einu sinni fyrir fullu húsi. Rúmlega 1.300 manns hafa séð sýninguna. Leikritið hefur fengið góða dóma, sjá t.d. á dagur.net. Ráðgert er að sýna verkið a.m.k. sex sinnum í viðbót. Síðasta sýning verður sunnudaginn 6. maí nk., sjá:

15. sýning        27.apríl           kl. 20.30

16. sýning        28.apríl           kl. 20.30

17. sýning        01.maí            kl. 14.00

18. sýning        04.maí            kl. 20.30

19. sýning        05.maí            kl. 20.30

20. sýning        06.maí            kl. 14.00

Sýningarnar eru á Melum í Hörgárdal. Miðapantanir alla daga milli kl. 17 og 19 í símum 864 7686 og 862 6821.