Síðasti gamli bíllinn farinn frá Fornhaga II

Í Fornhaga II er búið að taka vel til í sumar, eins og víða. Sl. föstudag fór síðasti gamli bíllinn af jörðinni. Það var 55 ára gamall Dodge. Það var Þorsteinn Gústafsson úr Fellabæ sem sótti bílinn. Til að hafa allt í samræmi notaði Þorsteinn 45 ára gamlan hertrukk til flytja bílinn. Settið sem fór úr hlaði var því um aldargamalt, sjá stærri mynd hér. Heimasíða eigenda Fornhaga II er hér.