Síðasta sýning á "Síldinni" - aðsóknarmet

Uppfærsla Leikfélags Hörgdæla á söngva- og gamanleiknum “Síldin kemur og síldin fer” eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur hefur slegið í gegn, uppselt hefur verið á 17 sýningar af 20 og áhorfendametið hefur verið slegið. Um 1.900 manns hafa nú þegar séð sýninguna.

Síðasta sýning var sunnudaginn 6. maí, en vegna mikillar aðsóknar hefur verið nú verið ákveðið að efna til aukasýningar föstudaginn 11. maí kl. 20:30 og verður það allra síðasta sýning.

Miðasala er símum 864-7686 og 862-6821 milli kl. 17:00 og 19:00.

Leikfélag Hörgdæla hefur í gegnum árin sýnt aðsóknarmikill verk s.s. Þrek og tár, Klerkar í klípu og Stundarfrið. Með 21. sýningu á “Síldin kemur og síldin fer” jafnar leikfélagið sýningarmet sem náðist með leikritinu Þrek og tár.