Síðasta sýning á "Lífið liggur við!"

Á föstudaginn, 9. apríl kl. 20:30, verður síðasta sýning á "Lífið liggur við!" hjá Leikfélagi Hörgdæla á Melum. Miðapantanir eru í símum 847 9309 og 865 8114. Þetta er skrifstofufarsi eftir Hlín Agnarsdóttur, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Nú er síðasta tækifærið til þess og því um að gera að panta miða strax.