Samþykkt um búfjárhald

Af gefnu tilefni er bent á eftirfarandi í 7. grein samþykktar um búfjárhald í Hörgársveit:

7. gr.

Öllum umráðamönnum hrossa og nautgripa í sveitarfélaginu, á lögbýlum og utan þeirra, er skylt að hafa hross og nautgripi í vörslu, þ.e. að gripirnir gangi ekki lausir utan afgirtra heimalanda, frá 1. janúar til 1. júlí ár hvert, þannig að ekki verði ágangur af þeim í eignarlöndum annarra.

Búfjáreigendur er hvattir til þessa að virða reglur þessar og hafa ekki lausa gripi utan afgirtra heimalanda.