Samstarfshópur um skipulagsmál

Settur hefur verið á fót samstarfshópur um skipulagsmál á sveitarfélagamörkum Hörgársveitar og Akureyrar. Helstu viðfangsefni hans verða umfjöllun á þeim þáttum í aðalskipulagstillögum sveitarfélaganna sem varða bæði sveitarfélögin, þ.m.t. útfærsla á legu gatna á sveitarfélagamörkunum, og aðrir þættir skipulagsmála, eftir því sem þurfa þykir. Í hópnum eiga sæti Hanna Rósa Sveinsdóttir, Jón Þór Benediktsson og Róbert Fanndal frá Hörgársveit og Helgi Snæbjarnarson, Eva Reykjalín Elvarsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir frá Akureyrarkaupstað.