Samkoma á Möðruvöllum

Í Sveitungar hafa margir hverjir verulegar áhyggjur vegna mikils kals, mikillar vinnu við endurræktun og mikils kostnaðar sem því fylgir. Þetta bætist ofaná langan og strangan vetur, heyleysi og heykaup, þannig að  það er full ástæða til að boða til samveru til að létta aðeins á sálartetrinu og hvetja menn  til dáða.

Samverustund verður að  Möðruvöllum fimmtudagskvöldið 6. júní  kl: 21.00

Samkoman er einkum ætluð bændum og búaliði í sveitinni sem nú standa frammi fyrir miklu kali eftir erfiðan og langan vetur.

Dagskráin verður á léttari nótunum.  Byrjað verður í kirkjunni þar sem sr. Sunna Dóra Möller flytur hugvekju.  Bjarni Guðleifsson og Doddi frá Þríhyrningi flytja  stutt erindi.  Einnig verður tónlistaratriði.

Að lokinni dagskrá verður kvöldkaffi  í Leikhúsinu.

Kjörið tækifæri til að líta upp úr önnum og koma saman eina kvöldstund og létta sér lund og spjalla saman yfir kaffibolla.

Það eru sóknarnefndin og búnaðarfélagið sem standa að samkomunni. Allir velkomnir