Sameining prestakalla

Biskup Íslands hefur lagt til að Möðruvallaklaustursprestakall, Hríseyjarprestakall og Dalvíkurprestakall renni saman í eitt prestakall, þar sem starfi tveir prestar, annar búsettur á Dalvík og hinn á Möðruvöllum.

Boðað er til safnaðarfundar í Möðruvallaklausturssókn til að ræða þessa tillögu fimmtudagskvöldið 16. janúar kl. 20:30 að Möðruvöllum. Biskup óskar eftir umsögn safnaðarfundar um atriði sem tengjast þessari tillögu. Sóknarnefndin hvetur áhugasama að koma á fundinn.