Sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar samþykkt

Í dag fóru fram kosningar um sameiningu Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar. Á kjörskrá í Arnarneshreppi voru 126, þar af kusu 100, sem er 79,4% kjörsókn. Á kjörskrá í Hörgárbyggð voru 309, þar af kusu 162, sem er 52,4% kjörsókn.

Í Arnarneshreppi greiddu 57 (57%) atkvæði með sameiningunni og 40 (40%) greiddu atkvæði gegn henni. Þrír seðlar voru auðir. Í Hörgárbyggð greiddu 149 (92%) atkvæði með sameiningunni og 12 (7%) greiddu  atkvæði gegn henni. Einn seðill var auður.
Sameining sveitarfélaganna var því samþykkt í þeim báðum. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi 12. júní nk.