Sæludagur í sveitinni

Hinn árlegi "Sæludagur í sveitinni" verður í Hörgársveit á laugardaginn, 2. ágúst. þá verða margskonar forvitnilegir viðburðir um alla sveit, þar á meðal á Hjalteyri og á Möðruvöllum.

Með viðburða má nefna að Ólafarhús á Hlöðum verður til sýnis. Til stendur að gera húsið upp í minningu Ólafar Sigurðardóttur skáldkonu, sem kenndi sig við Hlaði. Þá má nefna opnun sýningar á Hjalteyri sem nefnist "Kunstschlager á rottunni 2: Litla hafmeyjan kemur í heimsókn" og "Opnar verbúðir" á Hjalteyri, að ógleymdu sveitaballinu á Melum um kvöldið.

Yfirlit yfir viðburðina er sem hér segir:

 

Möðruvellir:
11:00-12:00 Sveitafitness
11:00-12:30 Ratleikur
11:00-12:30 Bingó
11:00-12:30 Traktorskeppni
11:00-13:00 Pylsusala
11:00-15:00 Sögusýning
12:00-13:00 Teymt undir krökkum
12:00-12:30 Leikir með þeim yngstu
12:00-14:00 Opið kálfafjós
12:00-17:00 Vöfflukaffi
13:00-13:30 Strútabolti

 

Hér og þar í sveitinni:
  8:30-16:00 Gönguferð með leiðsögn; Öxnad.-Vatnsd.
12:00-16:00 Sýning; Hraun í Öxnadal
14:00-14:30 Hestasýning; Skriða
13:30-17:00 Flóamarkaður; Myrkárbakki
14:00-15:30 Ganga frá Hrauni í Öxnadal
14:00-17:00 Opinn skógur; Dagverðareyri
14:00-17:00 Opið hús og markaður; Ólafarhús á Hlöðum
14:00-17:00 Opið fjós; Moldhaugar
14:00-18:00 Opinn garður; Fornhagi
14:00-18:00 Kirkjur opnar; Möðruvellir, Glæsibær, Bægisá, Bakki
15:00-17:00 Opin heimavatnsaflsstöð; Þverá í Öxnadal
15:00 17:00 Fjölskylduveiði í Hörgá; Gamla Hörgárbrúin á Dalvíkurvegi
22:00-02:00 Sveitaball; Melar

 

Hjalteyri:
  9:00-23:00 Potturinn opinn
14:00-17:00 Opið hús í Hjalteyrarskóla
15:00 Opnun á sýningunni "Kunstschlager á rottunni 2: Litla hafmeyjan kemur í heimsókn
15:00-18:00 Dorgveiðikeppni
15:00-18:00 Sandkastalakeppni
15:00-18:00 Opnar verbúðir
16:00-18:00 Opið hús hjá Ella Boga
18:15-18:17 Karamellusvif
19:00-22:00 Grillveisla
21:00 Verðlaunaafhending
21:30 Marséring
22:00-24:00 Dansað