Rafmagnsleysi uppfærsla

 
Það var öllum mikið áfall þegar rafmagnið datt aftur út í gærkvöldi. RARIK er nú komið af stað með að fara aðra leið þar sem viðgerðin á Þelamörkinni hefur ekki tekist. Lagður verður kapall ofan jarðar vestan meginn í Hörgárdal til að ná tengingu við jarðstrengi við Mela og á þannig á að nást rafmagn á nær alla bæi. Ef allt gengur að óskum ætti að vera mögulegt að koma rafmagni á alla staði uppúr hádegi í dag. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn á Akureyri og veit að björgunarsveitir eru búnir að hafa samband við flesta ef ekki alla bæi og bjóða gashitara og annað. Ég bið ykkur endilega öll sem eruð í þessum ömurlegu aðstæðum að hika ekki við að hafa samband annað hvort við mig í 860-5474 eða aðgerðarstjórn í gegnum 112 og láta vita ef það er eitthvað sem við eða björgunarsveitir getum gert fyrir ykkur á næstu klukkustundum.