Raflína tekin niður

Á dögunum fækkaði nokkuð rafmagnsstaurunum í Kræklingahlíðinni þegar tekinn var niður hluti af raflínu sem sá Lónsbakka og svæðinu þar í kring fyrir rafmagni. Síðastliðið haust var nýr rafstrengur lagður í jörðu frá Rangárvöllum og út að Lónsbakka og kemur hann í stað raflínunnar. Í sumar mun rafmagnsstaurunum enn fækka í Hlíðinni. Með þessum ráðstöfunum verður rafmagnið öruggara og jafnara en áður.