Prestar settir í embætti

Á sunnudaginn, 24. ágúst, verða sr. Magnús G. Gunnarsson og sr. Oddur Bjarni Þorkelsson settir í embætti í hinu nýstofnaða Dalvíkurprestakalli. Það nær m.a. yfir Hörgársveit. Athöfnin verður við messu í Möðruvallakirkju, sem hefst kl. 13:00. Sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, og sr. Magnús þjóna, ásamt sr. Oddi Bjarna, sem prédikar. Á eftir verður boðið upp á veitingar.