Orðsending frá fjallskilanefnd

Fjallskilanefnd Hörgárbyggðar minnir á að í 14. gr. fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög á svæði héraðsnefndar Eyjafjarðar er eftirfarandi ákvæði:  „Samhliða seinni göngum skulu landeigendur afgirtra heimalanda smala þau lönd og gera full skil á því fé sem þar er.”

Ef landeigendur ætla að hreinsa fé út úr girðingum mælir fjallskilanefnd með að það sé gert fyrir 1. göngur.