Nýtt sorpdagatal

Því miður kom í ljós villa í því sorpdagatali fyrir árið 2017 sem sett hafði verið á heimasíðuna hér til vinstri.

Nýtt og rétt sorpdagatal hefur nú verið sett inn sem gildir til loka ársins.

Þar kemur m.a. fram að 1. og 2. mars verður tekið almennt sorp og endurvinnslutunnur tæmdar í næstu viku.

Beðist er velvirðingar á þessum breytingum og vonast er til að þær komi ekki að sök.