Nýtt hreinsivirki fráveitu Lónsbakka

Nýlega var tekið í notkun nýtt hreinsivirki fyrir fráveitu Lónsbakka. Það byggist á því að siturvatnið sem kemur frá rotþró fráveitunnar er hreinsað með ósoni sem er sprautað í gegnum það. Ósonið er framleitt á staðnum með rafgreiningu lofts. Þessi aðferð byggist á tækniþróun raftæknifyrirtækisins RAF ehf. á Akureyri, með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hreinsivirkið á Lónsbakka er það fyrsta sinnar tegundar, sem vitað er um. Með uppsetningu þess er því komin fram ný umhverfisvæn og hagkvæm lausn við meðhöndlun siturvatns hjá fráveitum. Nánar í bæklingi, sjá hér.