Nýtt anddyri Þelamerkurskóla tekið í notkun

Nýtt anddyri hefur verið tekið í notkun í Þelamerkurskóla. Framkvæmdir við það hófust í byrjun apríl sl. Samhliða byggingu anddyrisins var syðri hluti A-álmu skólans endurnýjuð að innan, þ.e. gerður nýr innveggur milli kennslustofa og gangs, settir nýir gluggar, nýtt gólfefni og ný loftklæðning. Þá hefur lyftu verið komið upp í skólanum. Gert er ráð fyrir að ýmsum frágangi vegna framkvæmdanna ljúki síðar í þessum mánuði.