Nýr skólastjóri Þelamerkurskóla

Staða skólastjóra til afleysingar til eins árs við Þelamerkurskóla var auglýst 30. janúar sl. Anna Rósa Friðriksdóttir hefur verið ráðin frá upphafi næsta skólaárs 1. ágúst 2024 nk.

Anna Rósa hefur gegnt starfi umsjónarkennara, verkefnastjóra og staðgengils skólastjóra við skólann.

Hörgársveit óskar henni góðs gengis í nýju starfi við Þelamerkurskóla.