Nýr forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar

Núna um áramótin lét Helgi Jóhannsson af störfum sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þelamörk, eftir 14 ára starf. Hann var forstöðumaður hennar frá upphafi. Við starfinu tók Lárus Orri Sigurðsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu. Kona hans er Sveindís Benediktsdóttir, sem ættuð er frá Brakanda í Hörgárdal. Um leið og Helga eru þökkuð störf hans við uppbyggingu og rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar er Lárus Orri boðinn velkominn til starfa.