Nýársbrenna Umf. Smárans

Kveikt verður í nýársbrennu Umf. Smárans á laugardagskvöld kl. 20 í malarkrúsunum norðan við Laugaland.
Eftir brennuna verður spilað bingó í Þelamerkurskóla. Nemendur fimmta og sjötta bekkjar skólans selja kaffi og kökur til fjáröflunar fyrir Reykjaferð.